Ekki eitthvað blaðrandi spjallmenni heldur
Stafrænn
aðstoðarmaður
Sérfræðingur með yfirgripsmikla þekkingu
Ólíkt spjallmennum sem mörg hver virðast hönnuð til að halda viðskiptavinum á snakki þar til næsti þjónustufulltrúi losnar, er Mímir fjöltyngdur stafrænn aðstoðarmaður sem kann að nota forritaskil innri kerfa til að sækja gögn, afhenda gögn, nýta virkni og ljúka málum.
Mími okkar má auðvitað útfæra eins og fyrstu kynslóðar spjallmenni til að svara einföldum fyrirspurnum um afmarkað efni, en hagnýtingin verður mest þegar hann er sérsníðinn sem öflugur framvörður, klár í að leysa þjónustumál, og afhenda flóknar upplýsingar með öruggum hætti úr samþættum kerfum fyrirtækja.
Heildrænt kerfi, umgjörð, ferlar og viðmót fyrir
Byltingarkennd samskipti við viðskiptavini og starfsfólk
Mímir er lausnamiðað snjallmenni sem nýtir meðal annars spunagreind til að varpa flóknum upplýsingum úr skjölum og kerfum yfir í þægilegt samtal við viðskiptavini og starfsfólk. Svo er hann auðvitað tilbúinn í það framtíðarhlutverk að hafa frumkvæði að miðlun verðmætra ábendinga sem uppgötvast í gögnunum sem tengd eru Context Suite umhverfinu.
Eldsnögg uppfletting
Stóra skrefið er svo
Talandi kerfi
Mímir stendur fyrir sínu
Mímir sefur ekki
Alltaf opið og málin afgreidd 24/7
Mímir er stafrænn aðstoðarmaður sem vinnur allan sólarhringinn, tilbúinn til að veita persónulega og skilvirka aðstoð. Hvort sem fólk þarf hjálp á morgnana, daginn, kvöldin eða seint um nótt, þá er Mímir alltaf til staðar, óháður tíma og staðsetningu. Þjónusta hans tryggir að notendur hvar sem er í heiminum geta fengið aðstoð hvenær sem er, sérsniðna að þörfum hvers og eins.
Ofurþjált og náttúrulegt
Hratt og auðskiljanlegt
Greiningarviðmót
og rauntíma-mælaborð
Fjölkunnugt Snjallmenni
Líkt og þekkt er úr goðafræðinni miðlaði guð djúprar visku, Mímir, upplýsingum til Óðins þegar vantaði innsæi og samhengi í ætlaðar afleiðingar erfiðra ákvarðana. Á svipaðan hátt miðlar snjallmennið Mímir af yfirgripsmikilli þekkingu til að leysa vandamál viðskiptavina og starfsfólks.
Leikur að læra
Þjónustugreindarlausn okkar veitir ekki bara einstaka sýn á hvað uppýsingar viðskiptavini vanhagar um, hver er ætlun þeirra og þarfir.
Kerfið lærir sífellt af vel metnum úrlausnum sem er að finna í öðrum samskiptum um sama viðfang. Sú þekking eflir enn frekar hæfnina til að að leysa stöðugt fleiri mál.
Sjálfvirk svörun og mat á sjálfvirkum svörum
Talandi tungum
Kerfið skilur og er nokkuð vel talandi á næstum öll tungumál og getur því mætt viðskiptavinum á þeirra forsendum á þeirra móðurmáli.
Samtal í texta er yfirleitt grunnurinn en ýmsir möguleikar á að gera bæði hljóð og mynd hluta samskiptanna eru til staðar þótt útkoman velti ennþá á viðfanginu.
Langtíma- og skammtímaminni
Ég þekki þig
Upplýsingar um viðmælanda erfast úr einni samskiptalotu yfir í aðra, burtséð frá þvi á hvaða formi eða í hvaða kerfi þau eiga sér stað.
Kerfið aflar sér upplýsinga um samhengi og tekur upp þráðinn á réttan hátt, á réttum stað.
Óskaðu eftir
fundi
Hafa samband