Um okkur
Snjallgögn þróa hugbúnað sem auðveldar fyrirtækjum hagnýtingu gervigreindar og gagnavísinda til að bæta sölu, þjónustu og daglegan rekstur.
Sagan
Söguna má rekja aftur til ársins 2018 þegar Stefán Baxter, sem frá 2011 hefur unnið að hagnýtingu gervigreindar til að bæta rekstur fyrirtækja, stofnaði Snjallgögn. Í upphafi var leitað allra leiða til að frelsa gögn - að opna og gera aðgengileg almenningi.
2020 fær fyrirtækið inni í Supernova viðskiptahraðalinn með eitt af hugarfóstrum stofnandans, Quick Lookup. Öflugur hópur vann hörðum höndum að opnun gagna fyrir fjöldann.
Verkefnin “Þekkingargraf fyrir gagnavísindi og gervigreind” og "Sjálfvirk einræðinging íslenskra sérnafna" hlutu náð fyrir augum Tækniþróunarsjóðs og Markáætlunar í tungu og tækni árin 2020 og 2021.
Í kjölfarið var hópurinn valinn til þátttöku í Inception, nýsköpunaráætlun nVidia, þar sem varð til vísir að fyrstu kynslóð Context Suite.
Þekkingin í dreifðu teymi Snjallgagna á sviði hagnýtinguar gervigreindar er yfirgripsmikil og jafn umfangsmikil reynsla vandfundin á einum stað.
Núverandi viðskiptavinir starfa á ólíkum sviðum atvinnulífsins og verkefnin harla ólík en hvort sem það er NOVA, RARIK, Íslandshótel, Arctic Adventures, Bónus eða SÝN, er markmiðið þeirra allra það sama - rétt hagnýting gervigreindar.
Kjarnateymið
Stefán Baxter
Gagnasérfræðingur og þúsundþjalasmiður
Raðfrumkvöðull með 35 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og upplýsingatækni sem síðan 2011 hefur helgað sig hagnýtingu streymandi gagna og gervigreindar til að bæta rekstur fyrirtækja. Gagnaverkfræðingur og hugbúnaðarsmiður sem einn eða í félagi við aðra hefur stofnað og byggt upp fjölmörg fyrirtæki og afburða teymi.
Leiðarljósin okkar
Til þess að besta niðurstöður
auðgum við gögn og gervigreind með viðskiptatengdri aðstæðuvitund.
Til að hámarka virði
drögum við fram sjálfvirkar rekstarábendingar, í rauntíma, úr streymandi gögnum.
Til að tryggja farsæla innleiðingu