Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Vörur

Fyrirtækið

Hafa Samband

Sérfræðingur í gagnavísindum

Reykjavík / Fjarvinna

Fullt starf

Langar þig að móta framtíðina með okkur? Snjallgögn, nýsköpunarfyrirtæki í hagnýtri gervigreind, er að byggja upp fjölbreytt draumateymi til að efla þróun á gervigreindarlausnum og styðja við ört vaxandi hóp viðskiptavina. Ef þú brennur fyrir gagnavísindum, tölfræði, vélnámi og gervigreind, þá viljum við heyra frá þér.

Starfssvið

  • Hönnun, þróun og rekstur á tölfræði- og vélnámslíkönum sem skila virði til hagaðila.

  • Úrvinnsla og greining á stórum gagnasöfnum til að styðja við gagnadrifna ákvarðanatöku.

  • Hönnun, þróun og innleiðing á gagnadrifnum lausnum.

  • Samstarf við hagaðila til að skilgreina greiningarþarfir og útfæra gagnalausnir sem styðja við gagnadrifna ákvarðanatöku.

  • Framsetning tölfræðilegra upplýsinga á skýran og hnitmiðaðan hátt.

Hæfnikröfur

  • Háskólapróf í gagnavísindum, stærðfræði- og tölfræðigreinum, tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.

  • Mikil þekking og reynsla í forritun með R og/eða Python, auk færni í notkun helstu gagnavísindapakka (t.d. pandas, tidyverse, scikit-learn, spaCy).

  • Víðtæk þekking á tölfræði- og vélnámsaðferðum, reynsla af úrvinnslu gagna og hönnun greiningarlíkana, ásamt færni í Git og SQL.

  • Kunnátta í notkun skýjaþjónusta (AWS, Google Cloud, Azure) og tækni á borð við Docker og Kubernetes.

  • Reynsla af því að vinna með stór gagnasöfn og gagnavinnslukerfi.

  • Hæfni til að miðla flóknum niðurstöðum á einfaldan og skýran hátt.

  • Sterk greiningarhæfni og lausnarmiðað hugarfar.

  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi.

  • Brennandi áhugi á nýjustu þróun í gervigreind og málvísindum.

Launakjör

  • Samkeppnishæf laun 

  • Tækifæri til faglegrar þróunar og símenntunar.

  • Sveigjanlegur vinnutími.

  • Skapandi, jafnvel nýskapandi, vinnuumhverfi.

Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að senda inn ferilskrá ásamt ítarlegri kynningu á hæfni sinni og reynslu sem þeir telja nýtast í starfi. Dæmi um fyrri verkefni eða framlag til tengdra verkefna eru einnig velkomin.

Sækja Um