Viltu vera með í
afrekshópi?
Langar þig að móta framtíðina með okkur?
Hagnýting gervigreindar er krefjandi verkefni. Framþróun tækninnar er hröð og áhrifin djúpstæð. Af mikilli elju, með afburðaþekkingu að vopni hefur fjölþjóðlegur afrekshópur Snjallgagna hannað, þróað og innleitt safn sérvalinna lausna.
Skynsamleg nálgun fyrirtækisins í hagnýtingu tækninnar nýtur vaxandi hylli sem kallar á stöðuga stækkun hópsins. Hér að neðan eru upplýsingar um opnar stöður. Ef þú hefur óbilandi áhuga á hagnýtingu gervigreindar og ástríðu fyrir árangri viljum við mjög gjarnan heyra í þér.
Hópurinn er duglegur að deila þekkingu og mikilli reynslu sinni af þróun lausna sem byggja á tækni sem flestir hafa eingöngu lesið um. Ef þú deilir með okkur ástríðu fyrir sköpun verðmæta úr gögnum og hagnýtingu gervigreind til að bæta allar hliðar rekstrar viljum við mjög gjarnan heyra frá þér. Hér fyrir neðan eru stöður sem okkur vantar að fylla ákkúrat núna.