
Máltækni Sérfræðingur
Reykjavík / Fjarvinna
Fullt starf
Snjallgögn leitar að úrræðagóðum máltæknisérfræðingi (NLP – Natural Language Processing) til að hagnýta og sérsníða gervigreindarlíkön í viðskiptalegu samhengi. Í þessu hlutverki kemur þú að samþættingu öflugra tæknilausna til að sjálfvirknivæða úrlausn flókinna áskorana og þróa lausnir sem nýtast beint í rekstri viðskiptavina.
Starfssvið
Hönnun og innleiðing NLP-kerfa með nýjustu tækni, m.a. framleiðslulínum (production pipelines) og innleiðingarumhverfi í samstarfi við forritara og gagnasérfræðinga.
Þróun frumgerða sem verða að fullbúnu kerfi, með ábyrgð á virkni og forritaskilum (APIs).
Stilling og bestun á virkni mállíkana og lausna, með áherslu á gervigreind, máltækni og vélnám.
Gerð hjálparfalla og fyrirmælagjafa (agent tools og prompting), auk vinnu með aðgerðagröf (agent graphs).
Greiningarvinna og þekkingarnám með mállíkönum.
Gagnavinnsla, úrvinnsla og greining gagna með stuðningi NLP.
Hæfnikröfur
Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölvuverkfræði eða skyldum verk- og raunvísindagreinum.
Þekking og reynsla af forritun í Python og vinnu með verkfæri eins og Pandas, Scikit-learn, SpaCy o.fl.
Brennandi áhugi á gervigreind, máltækni og nýjustu tækniþróun.
Hagnýt reynsla af hugbúnaðarþróun, þar á meðal SQL, Git og samhæfing þróunarteyma.
Skilningur á máltækni og tækniumhverfi vélnáms, með færni í:
LangGraph og LangSmith (agent innviðir og forritun)
LangChain sem aðskilnað frá ákvðenum mállíkönum.
Helstu mállíkönum og valin embedding líkön
Graf-gagnagrunnum og gagnagrunnum sem styðja vektorleit
Skýjaþjónustum (t.d. AWS, Azure) og gáttum eins og Docker/Kubernetes
Git, Docker, GitHub Actions og helstu þróunar- og DevOps-tólum
Launakjör
Samkeppnishæf laun sem taka mið af reynslu
Tækifæri til faglegrar þróunar og símenntunar.
Sveigjanlegur vinnutími.
Skapandi, jafnvel nýskapandi, vinnuumhverfi.
Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að senda inn ferilskrá ásamt ítarlegri kynningu á hæfni sinni og reynslu sem þeir telja nýtast í starfi. Dæmi um fyrri verkefni eða framlag til tengdra verkefna eru einnig velkomin.