Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Stefán Baxter

Framkvæmdastjóri

Straumhvörf á Snjallvöku 6. nóvember

Húsi Máls og Menningar, 6. nóvember klukkan 15:00.


Hér er velt vöngum yfir aflæsingu, forgangsröðun gervigreindar með AI First og seinni bylgjunni í rafvæðingu framleiðslufyrirtækja, sem heimfærð er upp á stöðuna við innleiðingu gervigreindar. Að endingu er samkeppnishæfni landsins og valdefling mannauðs til umræðu áður en nýrri hugbúnaðarlausn er lofað og fall í væntingastjórnun kemur til sögunnar.

AFLÆSING
Hugtakið „Unlock“ eða „Aflæsing“ er óspart notað núna í umfjöllun um gervigreind. Það er ekki að ástæðulausu. Framþróun tækninnar síðustu misseri hefur verið svo ævintýralega hröð, að hún hefur opnað nýjar gáttir til aukinnar skilvirkni.

AI FIRST
Annað hugtak er víða á sveimi í umfjöllun um þessa stærstu tæknibyltingu samtímans og það er,,AI First“. Hugtakið vísar til þess að endurhugsa verklag og ferla á forsendum gervigreindar og nýta hana í allt sem hún gagnast í og gerir nægilega vel. Þegar verkefni, vörur og ferlar eru hugsuð með gervigreind sem lykilþátt er hægt að hámarka framleiðni og nýta ótakmarkað magn gervigreindar til að gera meira og betur.

SEINNI BYLGJAN
Þegar rafmagnið var innleitt í framleiðslufyrirtækjum eftir fyrstu iðnbyltinguna, þá gerðist það í tveimur bylgjum. Í fyrri bylgjunni var eldri tækjum skipt út fyrir rafmagnstæki með miklum árangri. Í seinni bylgjunni voru verksmiðjugólf, -ferlar og -framleiðsla endurhugsuð á forsendum rafmagnsins. Það var þá sem stóru breytingarnar urðu og hagræðingin og afkastagetan skilaði sér að fullu. Við teljum að þessi seinni bylgja í innleiðingu á gervigreind sé núna að hefjast þótt lítið fari ennþá fyrir henni hér á landi. 

HÖFÐATÖLUMET
Til að sitja ekki eftir þurfa Íslendingar nú að slá höfðatölumet í hagnýtingu gervigreindar. Samkeppnishæfni landsins er undir og við ætlum að sjá til þess að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti verið í fremstu röð við skilvirka og örugga innleiðingu á henni; innleiðingu sem hefur tækifæri til að valdefla mannauð vinnustaða til stórvirkja.

NÝ HUGBÚNAÐARLAUSN
Á Snjallvöku hinn 6. nóvember 2025 ætlum við að deila okkar sýn á stöðuna og það sem er í vændum. Við kynnum þar nýja hugbúnaðarlausn sem mun gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta sér AI First-hugmyndafræðina til að efla starfsfólk og gera meira, betur. Þetta er svo miklu meira en co-pilot.

VÖRUKYNNING? NEI, HUGVEKJA!
Á Snjallvöku 2025 munum við sýna ykkur lausnir, sem muna hafa dýpri þýðingu og meiri virkni en hvaðeina annað af þessu kyni sem þið hafið kynns hingað til. Snjallvaka 2025 verður hugvekja frekar en vörukynning og þau sem mæta fá nóg að hugsa um fyrir sína vinnustaði. 

Til undirbúnings er hollt að hugsa um gervigreind sem nýjan flokk lausna sem á meira skylt við unna vinnu en hugbúnaðartól og til að falla nú örugglega í væntingastjórnun lofum við straumhvörfum fyrir þau sem mæta!

Skráning hér!