Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Lausnir

Fyrirtækið

Hafa Samband

Stefán Hrafn Hagalín

Samskiptaráðgjafi

Snjallvaka 3 gekk vonum framar

Hugvekja um stöðu og framtíð gervigreindar, og kíkt undir og ofan á húddið á nýjustu afurð Snjallgagna.

Við héldum þriðju Snjallvöku okkar í Húsi máls og menningar fimmtudaginn 6. nóvember 2025. Húsfyllir hlustaði á okkur fara yfir sviðið í gervigreind, greina stöðuna og spá í nánustu framtíð. Við notuðum líka tækifærið og sýndum aðeins undir húddið á nýrri vöru, sem við ætlum með á markað snemma næsta vor.

Þegar formleg dagskrá Snjallvöku kláraðist buðum við gestum yfir götuna til okkar í heimsókn og héldum þar áfram að velta vöngum yfir aflæsingu, forgangsröðun gervigreindar með AI First og hvernig staðan núna líkist mjög seinni bylgjunni í rafvæðingu framleiðslufyrirtækja, sem gjörsamlega umturnaði heimsbyggðinni um alla framtíð.

Við vonum að gestir okkar hafi upplifað Snjallvöku meira sem hugvekju en vörukynningu og að öll hafi fengið nóg að hugsa um fyrir sína vinnustaði. Snjallvaka hefur orðið sífellt fjölsóttari viðburður með árunum, sem segir okkur annars vegar að við erum rík af vinum og hins vegar að gervigreindin á brýnt erindi við samtímann.

Kíktu á upptökuna frá Snjallvöku 2025