Ingi Freyr Atlason
CMO
Snjallvaka 2024
Snjallvaka 2024, fór fram í Iðnó 31. október
Við hjá Snjallgögnum héldum Snjallvöku í Iðnó fimmtudaginn 31. október, þar sem við buðum starfsfólki, viðskiptavinum og velunnurum í frumkvöðlaheiminum að fagna með okkur. Síðar um kvöldið héldum við innflutningspartý í nýjum höfuðstöðvum okkar að Laugavegi 11.
Á Snjallvökunni kynntum við Context Suite, öfluga hugbúnaðarsvítu sem sameinar gervigreindarlausnir með mál- og talskilningi, gervigreinda þjónustufulltrúa fyrir verslun og þjónustu, og rafrænt mælaborð sem skilur og svarar mæltu máli. Stefán Baxter, forstjóri Snjallgagna, leiddi dagskrána og deildi innsýn í möguleikana sem lausnir okkar bjóða upp á.
Hér að neðan er umfjöllum Smartland um herlegheitin!